Ívar Patrick Lefort Steinarsson, 16 ára, byrjaði ungur að baka með franskri móður sinni og hann sækir innblástur í baksturinn meðal annars í franska sjónvarpsþætti. Ívar heldur úti Kökugerð Ívars á Facebook, en hann bakar allt frá brauði í stórar sykurmassakökur. Fyrir hver jól bakar Ívar spesíur.