Ég hef búið í þremur löndum fyrir utan Ísland og aldrei hef ég kynnst neins staðar sömu grimmd og miskunnarleysi gagnvart gæludýrum og ríkir hér á landi. Ég á fimmtán ára gamlan kött og vegna ósættis við nágranna okkar út af viðgerðum á húsinu þarf ég nú annaðhvort að láta svæfa hann, þótt hann sé enn við góða heilsu, eða koma honum fyrir á nýju heimili.