Maðurinn minn var nýskilinn við konuna sína og hafði átt í sambandi við aðra konu fram hjá henni þegar við kynntumst. Ég get ekki sagt að mér hafi litist vel á þegar hann sagði mér þetta en kunni að meta hreinskilni hans. Ég ákvað samt að þetta væri ekki fyrir mig. Honum tókst samt að sigra tortryggni mína með blíðu og ákveðni.