Konan hans Sverris eftir Valgerði Ólafsdóttur er allt í senn átakanleg, upplýsandi og greinandi. Hildur skrifar fyrrverandi manni sínum, Sverri, og lýsir sautján ára sambúð þeirra frá sinni hlið. Sverrir stjórnar með fýlu, vanþóknun og niðurlægingu. Sjálfhverfa hans á sér engin takmörk og hegðun hans ávallt öðrum að kenna.