Hjónin Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir og Ómar Örn Helgason búa í reisulegu húsi á Akranesi ásamt börnum sínum tveimur, Helga Ómarssyni og Hilmu Ómarsdóttur. Fimm ár eru liðin frá því að Sigurbjörg og Ómar festu kaup á húsinu og hafa þau staðið í miklum framkvæmdum síðan þá. Það er greinilegt að þau eru framkvæmdaglöð og hafa ekki hikað við að ráðast í endurbætur en nú þegar verkinu er lokið segja þau það mikinn létti og er fjölskyldan himinlifandi með útkomuna.
