Innanhússstílistinn Begga Kummer á og rekur fyrirtækið BK Decor. Henni er margt til lista lagt en hún er með diplomu í innanhússstíliseringu auk þess að hafa lokið BSc-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og BSc-gráðu í íþróttafræði. Hér gefur hún lesendum nokkur góð ráð varðandi lýsingu.
