Jóhanna Eyrún Torfadóttir starfar sem verkefnisstjóri næringar á lýðheilsusviði embættis landlæknis en hún gegnir einnig lektorsstöðu við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Hlutverk embættisins er að koma með ráðleggingar um næringu fyrir landsmenn. Að þessu verkefni vinna þær saman, hún og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, með málefni sem snerta næringu og heilsu ásamt öðrum verkefnum á lýðheilsusviði.