Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og ástríðumálari, notar myndlistina sem hugleiðslu. Nýverið fengum við að
gægjast inn á vinnustofuna hennar og skoða þau verk sem hún hefur verið að vinna undanfarið, einnig
fengum við hana til að svara nokkrum spurningum um myndlistarsköpunina og komumst þá að því að henni þykir skemmtilegast að mála fólk, hesta og landslag. Innblásturinn kemur út öllum áttum að hennar sögn og er hún oftar en ekki með hugann við næsta málverk.