Nú þegar vindar fara að blása er fátt betra en að skapa notalegar stundir á kvöldin heima við. Falleg lýsing, góður ilmur frá kerti, eitthvað til að maula yfir góðri bók eða sjónvarpi gera kvöldin notalegri. Svo er gaman að skapa hvort sem það er að mála eða grípa í handavinnu það róar líka hugann. Njótum haustkvöldanna heima.