Þóra Ólafs er listförðunarfræðingur sem hefur komið víða við. Hún lærði meðal annars leikhús- og kvikmyndaförðun í París og rak förðunarfyrirtækið Listförðun Þóru um árabil. Hún starfaði lengi við fagið bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og hjá RÚV. Þá hefur hún tekið að sér ýmis kvikmyndaverkefni, nú síðast í þáttum í framleiðslu BBC undir leikstjórn Baltasars Kormáks sem kallast The King of Conquerors. Vegna yfirvofandi veisluhalda fengum við Þóru til að sýna okkur fallega hátíðarförðun sem myndi sóma sér vel jafnt í jólahlaðborðinu og í fjölskylduboðinu.