Kristín Dóra er myndskáld og hefur síðustu ár lagt áherslu á að vinna með hverskonar skilaboð og texta í listsköpun sinni þar sem íslenskt mál, poppkúltúr, andlega líðan og náttúran kemur við sögu. Ljóðlist hefur alltaf verið henni hugleikin sem hún nær að yfirfæra á listina á einlægan og skemmtilegan máta. Hún segir innblásturinn helst koma frá orðræðunni í samfélaginu og í samskiptum fólk. Verkin hennar eru að mestu tvívíð þar sem hún notast við málningu, blek og penna, ýmist á pappír eða striga. Verkið sem prýðir póstkortið ber heitið Mér finnst gaman að þú sért til en flestir ættu að geta tengt við yfirskrift verksins á einn eða annan hátt.