Allar konur ættu að muna eftir að nota maska, ekki síst nú þegar þurrt og kalt loft leikur um húðina og veðrið skiptir um ham jafnvel sama daginn. Þetta fer ekkert vel með húðina. Fyrir utan að bera á hana góð krem og serum þá er ekki síður gott að nota maska.