Silja Bára R. Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og formaður Rauða krossins á Íslandi. Silja er alþjóðastjórnmálafræðingur en hún lauk doktorsprófi frá University College Cork á Írlandi árið 2018. Fyrir utan að stunda rannsóknir á utanríkis- og öryggismálum Íslands tekur Silja Bára þátt í alþjóðlegum netverkum á sviði femínískra friðar- og öryggisrannsókna og vinnur að rannsóknum á kyn- og frjósemisréttindum. Bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum (2015), sem hún skrifaði með Steinunni Rögnvaldsdóttur, tengist því áhugasviði. Útvarpsþættir hennar um alþjóðamál, Gárur, sem voru á Rás 1 árin 2007-2008 voru tilnefndir til vísindamiðlunarverðlauna og hún er reglulegur viðmælandi fjölmiðla, sérstaklega um bandarísk stjórnmál.