Fyrir mörgum árum upplifði ég áfall. Þegar metoo-umræðan fór af stað ýfði hún stöðugt upp sárin og ég fann áfallið þrýsta á innra með mér í hvert skipti sem ég las metoo-sögu. Ég samþykkti að fara í viðtal og tala um áfall mitt og í kjölfar upprifjunarinnar upplifði ég mjög sterkar og óviðráðanlegar tilfinningar, ranghugmyndir og stjórnleysi, ég fór mjög djúpt í úrvinnslunni. Í kjölfarið missti ég nokkra ástvini sem móðguðust út í mig.