Á námskeiðinu var einnig komið inn á að menningarsiðir eru mismunandi milli landa. Flestir átta sig líklega á því að það að sýna einhverjum löngutöng eða reka tunguna framan í hann er rakinn dónaskapur í öllum löndum. En vissir þú að OK-merkið, þegar þumalfingur og vísifingur mynda hring er álitið jafnmóðgandi í Þýskalandi og Suður-Ameríku eins og að sýna fólki löngutöng.