Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Post Type Selectors
dflip
post
dflip

Minningar geta af sér skáldskap 

Bragi Ólafsson, ljóðskáld, leikskáld, rithöfundur og tónlistarmaður, var að gefa út bókina Innanríkið – Alexíus sem í grunninn byggir á hans eigin endurminningum. Bragi er með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands, varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði spænsku í Háskóla Íslands og á Spáni. Hann starfaði um árabil sem tónlistarmaður og þá lengst af með hljómsveitunum Purrkur Pillnikk og Sykurmolunum. Hann vann í fimm ár á auglýsingastofu sem hugmynda- og textasmiður, en hafði áður unnið í póstþjónustunni, plötubúð, banka og sem félagi í útgáfufyrirtækinu Smekkleysa. Fyrsta bókin hans kom út hjá Smekkleysu fyrir þrjátíu og átta árum og núna er hann aftur kominn þangað með Innanríkið – Alexíus, þótt hann hafi reyndar gefið út nokkrar smærri bækur hjá félaginu í millitíðinni. Hann hefur gefið út níu skáldsögur, þeirra á meðal Gæludýrin, Samkvæmisleiki, Sendiherrann og síðast Gegn gangi leiksins. Hann hefur einnig sent frá sér nokkur smásagna- og ljóðasöfn og skrifað leikrit fyrir svið og útvarp. Meðal leikrita hans eru Belgíska Kongó og Hænuungarnir. Bragi er fæddur í Reykjavík og  hefur alltaf búið þar, með hléum, og segist líta á þessa litlu borg sem sinn gagnagrunn og baksvið í nánast öllu sem hann skrifar. 

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.