Berglind Ósk Bergsdóttir er rithöfundur og skáld sem hefur komið víða við. Hún gaf út ljóðabókina Berorðað árið 2016 og ritstýrði jólabók Blekfjelagsins, Heima, árið 2020. Hún hefur birt smásögur, ljóð og þýðingar, stýrt útvarpsþáttunum Þrautir þýðandans í samvinnu við Rás 1 og sem fyrirlesari hefur hún vakið mikla athygli fyrir erindi sín um loddaralíðan. Berglind les þar af leiðandi heil ósköp, enda mikilvægt að halda sér við í lestri þegar man er skáld og þýðandi.
Vikan