Þann 27. mars opnar listakonan og hönnuðurinn Þura Stína sína fyrstu einkasýningu, Drottningar, í sýningarrýminu Á milli á Ingólfsstræti 6. Þuru Stínu, sem heitir fullu nafni Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, er kannski best lýst sem fjöllistakonu enda er henni margt til listanna lagt og hræðist ekki að stíga inn á ný svið. Hún starfar bæði sem sjálfstætt starfandi framleiðandi, leikstjóri, grafískur hönnuður og upplifunarhönnuður – ásamt því að hafa átt farsælan feril sem tónlistarkona um árabil.
