Blómaskreytirinn Tinna Bjarnadóttir segir ögn meiri rómantík vera að færast yfir blómatískuna þessi misserin. Tinna, sem hefur verið með annan fótinn í blómabransanum í um 20 ár, segir gaman að sjá hve mikil gróska er núna í faginu og að úrval blóma hafi verið að aukast töluvert undanfarið, bæði hvað varðar litaafbrigði og blómategundir. Við fengum hana til að setja saman vönd fyrir okkur sem endurspeglar svolítið blómatískuna sem ríkir núna. Útkoman er svo sannarlega falleg.