Í tímalausu raðhúsi í miðjum Fossvogi býr Anna Fríða Gísladóttir viðskiptafræðingur, ásamt unnusta sínum, Sverri Fali Björnssyni hagfræðingi, og tveimur sonum þeirra, Birni Helga, fimm ára, og Jóhanni Kristni, eins árs. Þau keyptu húsið árið 2020 eftir að hafa kolfallið fyrir útsýninu yfir Fossvogsdalinn og uppsetningu hússins.