Heilsusamlegt mataræði leikur stórt hlutverk í lífi jógakennarans Gyðu Dísar sem hefur undanfarin ár hellt sér út í ayurveda-fræði og borðar samkvæmt þeim vísindum. Við kíktum nýverið í heimsókn til hennar þar sem hún fræddi okkur aðeins um ayurveda og reiddi fram gómsætan mat sem hún deilir
uppskriftum að.