Við Kvíslartungu í Mosfellsbæ stendur óklárað hús. Óklárað hús sem er eins og autt blað; fjölskyldusaga sem á eftir að skrifa. Eins og leir sem búið er að móta en sem á eftir að fara í ofninn. Eins og strigi á trönum: Það er búið að teikna myndina og málarinn er sáttur við sitt verk en það á þó eftir að mála myndina. Klára hana og hengja upp á vegg. Björgvin Snæbjörnsson arkitekt er rithöfundurinn / leirlistamaðurinn / myndlistarmaðurinn í þessu tilviki.