Kokkurinn Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, eigandi Samúelsson Matbar, elskar mat sem hann þarf að hafa svolítið fyrir, mat sem skapar góða stemmningu í skemmtilegum félagsskap. Heima við eru „stir fry“-réttir í uppáhaldi en hann segir slíka rétti vera fullkomna til að draga úr matarsóun.