Sverrir nýtir sér að einhverju leyti tækni spennusagna og byggir upp spennu fyrir því hvað það var sem gerðist á ákveðnum kletti eina örlagaríka helgi fyrir tuttugu árum í lífi Einars. Það er þó ekki uppgötvunin sem skiptir máli við lesturinn þó hún haldi lesanda að einhverju leyti á tánum. Það eru frekar hugsanir Einars, vangaveltur, krufning á fortíðinni og samskipti hans við vini og fjölskyldu sem liggur til grundvallar. Það er Einar sem er kletturinn.