Ljósmyndir fanga minningar, frysta augnablik í tíma og segja oft magnaða sögu. Þær geta hrært við fólki, breytt veraldarsögunni og kveikt á ímyndunaraflinu. Í bókinni Snjóflygsur á næturhimni veltir Sigrún Alba Sigurðardóttir fyrir sér tilgangi ljósmynda í einkasöfnum, erindi þeirra við framtíðina og hvað þær segja um fortíðina. Margt fleira ber á góma og óhætt að segja að enginn líti ljósmyndir framar sömu augum eftir lestur þessarar bókar.