Í Laugardalnum býr hin glaða og orkumikla Þórdís, þriggja ára, í sérlega litskrúðugu og ævintýralegu herbergi sem mamma hennar, Hafdís, segir okkur hér frá. Þar sem Þórdís er mikið fyrir að skoða bækur og dúkkur þá fannst mömmu hennar ekki annað hægt en að hafa það sem sýnilegast.