Ragnhildur, tveggja ára, býr í notalegri risíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Dótahillan geymir hluti sem eru vinsælir þá stundina og litrík leikföng og bækur gefa rýminu lit. Leshornið er í miklu uppáhaldi hjá Ragnhildi sem situr í handsmíðuðum barnastól frá föðursystur sinni en flestir munir inni í barnaherberginu koma frá fjölskyldunni eða loppumörkuðum.