Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna stendur að fjölmörgum viðburðum, meðal annars verkefninu Litlir hattar, stór hjörtu. Þá eru öllum nýburum sem fæðast þá viku gefin rauð húfa til að minna á félagið, og þau börn sem greinast með meðfædda hjartagalla. Uppskriftin fylgir hér með og eru öflugir prjónarar hvattir til að prjóna og leggja Neistanum lið.