Epli er sá ávöxtur sem ræktað er hvað mest af í heiminum öllum og við erum svo heppin að þau eru alltaf auðfáanleg hér á landi. Í gegnum tíðina hafa þau haft yfir sér nokkuð goðsagnakenndan blæ og koma oft fyrir í þjóðsögum og trúar brögðum. Epli eru notuð í margvíslega matargerð og auðvitað borðuð beint, nákvæmlega eins og þau koma af trénu en af eplum eru til meira en 7500 afbrigði. Þær eru hins vegar bara fimm uppskriftirnar sem fylgja hér á eftir en þær eiga það þó allar sameiginlegt að hafa epli í aðalhlutverki.