Nýverið hittum við Sólrúnu Ósk Jónsdóttur, sem rekur hönnunarstúdíóið Studio Ósk, í fallegri kjallaraíbúð við Miklubraut. Íbúðina endurhannaði hún árið 2021 og gjörbreytti þá skipulaginu þannig að nú minnir það eilítið á hönnun sem sést gjarnan í sambærilegum íbúðum í Bretlandi. Íbúðin er 126 fermetrar í húsi sem var byggt árið 1946 og lagði Sólrún áherslu á að taka mið af sögu og byggingarári hússins við endurhönnunina.