Á horni Hverfisgötu og Barónsstígs stendur reisulegt hús en þar er staðsett heimili Sigríðar Baldursdóttur, eða Siggu eins og hún er jafnan kölluð. Íbúð hennar er á efstu hæð þar sem áður var tannlæknastofa. Húsið var byggt árið 1978 og er íbúðin sjálf um 75 fermetrar ásamt stúdíóíbúð sem telur um 34 fermetra. Sigga fór í töluverðar framkvæmdir á eigninni þegar henni var breytt í íbúðarhúsnæði og fékk arkitektinn Sigurþór Aðalsteinsson með sér í lið. Íbúðin er björt og hefur áreynslulaust flæði þar sem myndlist og fallegir munir sem hafa margir hverjir fylgt henni lengi eru í forgrunni…