Listakonan Helga Páley Friðþjófsdóttir tók nýverið vel á móti okkur á vinnustofu sinni við Auðbrekku í Kópavogi og fengum við að litast þar um. Þar voru málverk upp um alla veggi og einnig teikningar á víð og dreif, allt verk í vinnslu. Litagleðin var við völd á vinnustofunni en Helga segist vera óvenjulitaglöð í verkum sínum þessa dagana. Það er annasamt sumar fram undan hjá listakonunni en hún heldur eina einkasýningu og tekur þátt í nokkrum samsýningum.