Myndlistarkonan Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Helgi Vignir Bragason, byggingafræðingur og ljósmyndari, búa í reisulegu tveggja hæða húsi í Hafnarfirði sem var byggt árið 1952. Þetta er fyrsta fasteignin sem þau hjón kaupa og þau hafa nostrað talsvert við húsið í gegnum árin. Það er gaman að koma inn á heimili þeirra sem ber þess skýr merki að þarna búa skapandi einstaklingar. List og vandaðar mublur setja sterkan svip á híbýli þeirra og endurnýting leikur einnig mikilvægt hlutverk.