Linda Pétursdóttir var rétt skriðin inn í fullorðinsárin þegar hún var valin fegursta kona heims og varð hún við það að þjóðargersemi sem allra augu beindust að. Í lífi Lindu hafa skipst á skin og skúrir en alltaf hefur hún fundið það í sjálfri sér að halda ótrauð áfram þótt á móti blási. Hún hefur lagt á sig mikla sjálfsvinnu og er í dag í sínu besta formi, bæði andlega og líkamlega, sátt með sitt og ástfangin upp fyrir haus af draumaprinsinum.
Þó Linda elski í dag að vera ástfangin hefur hún brennt sig á því að opna hjarta sitt fyrir manni sem var þess ekki verðugur. Rétt eftir tvítugt varð hún fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi þáverandi sambýlismanni síns, manns sem hún hafði verið viss um að væri hinn eini sanni. Þó hún hafi á endanum komist úr klóm hans voru sárin sem sátu eftir á sálinni lengi að gróa og áfallið leiddi hana á myrkan stað.
Vikan