Hjónin í Vallanesi í Fljótsdalshéraði, þau Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, hafa átt fullt í fangi með uppskeruna síðustu vikur ásamt því að opna nýtt gistirými í gamla fjósinu og hlöðunni. Þau rækta lífrænt grænmeti og fullvinna og framleiða í ýmsar hollustu- og sælkeravörur undir vörumerkinu Móðir Jörð. Við fórum í árlega heimsókn í sumar og var boðið í grill með fersku, lífrænt ræktuðu grænmeti í Asparhúsinu.