Elísabet II. Bretadrottning lést þann 8. september síðastliðinn. Hún var af kynslóð sem ólst upp við mikinn bóklestur og margar myndir eru til af henni frá í æsku og á unglingsárum með bók í hönd. Hún las líka mikið fyrir sín börn og falleg ljósmynd Antony Armstrong-Jones af henni að lesa fyrir Önnu, dóttur sína var meðal þeirra sem birtust í blöðum eftir lát hennar.