Segja má að á veirutímum hafi lítið verið að gerast í hártískunni. Allt skemmtanahald lá niðri og á meðan leyfðu konur hárinu að vaxa. Margar eru nú komnar með sítt hár og um leið hafa mótast nýjar tískulínur. Mjög margt í gangi þegar kemur að hári, klippingar eru lykilatriði og vinsælt að hafa lyftingu og fyllingu. Svokallaðir gardínutoppar eru nýjasta trendið.