Bókin Sonur minn eftir Alejandro Palomas er margverðlaunuð á Spáni og í Katalóníu og hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. Bókin er sú fjórða sem Drápa gefur út á íslensku í afar góðri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.
Sagan er sögð frá sjónarhóli fjögurra aðalpersóna, Guilli, föður hans Manúels, Sonju kennara Guilli og Maríu sálfræðings barnaskólans. Rauði þráður sögunnar er erfitt samband þeirra feðga, þar sem faðirinn skammast sín fyrir viðkvæmni sonarins og áhuga hans á Mary Poppins, söng, dansi og búningum, frekar en að stunda rugby. Vinátta Guilli og Nazíu þar sem við sögu koma ólíkir menningarheimar og ótti Guilli um að vinkona hans verði send í hjónaband og snúi aldrei aftur, auk undirbúnings þeirra fyrir jólaskemmtun sögunnar eru einnig stór þáttur sögunnar.