G. Jökull Gíslason sendi nýlega frá sér bókina Örlagaskipið Artic um atburði er gerðust hér í heimstyrjöldinni síðari. Þá var áhöfn á íslensku skipi sökuð um njósnir og mennirnir sendir í fangabúðir til Bretlands. Það kemur því ekki á óvart að Jökull hafi mikinn áhuga á sagnfræðilegum málefnum og lesi mikið af bókum sem gerast á stríðstímum.