Árni Árnason sendi nýlega frá sér skáldsöguna Vængjalaus. Hún er hans fyrsta skáldsaga fyrir fullorðna en áður hefur hann gefið út vinsælar barnabækur, Friðberg forseta og Háspennna, lífshætta á Spáni. Árni kom að skrifum gegnum krókaleiðir því hann lærði fyrst viðskipta- og markaðsfræði og starfaði við það þar til hann lét undan löngunni til að búa til bækur. Þá helgaði hann sig ritstörfum og lærði ritlist í Háskóla Íslands.