Leir-andi er heiti á bók og sýningu sem var sýnd í maí af verkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur keramiklistakonu. Sýningin var tileinkuð foreldrum Ólafar Erlu, Rósu Guðmundsdóttur og Bjarna Braga Jónssyni, en þau söfnuðu verkum hennar frá upphafi ferilsins og studdu hana heilshugar alla tíð. Bókverkið er yfirgripsmikið og spannar 40 ára starfsferil listakonunnar.