Um kanadíska tónlistarmanninn Leonard Cohen var eitt sinn sagt að hann léki á alla hörpustrengi saknaðarins og sorgarinnar í hjartanu. Daníel Hjálmtýsson hefur frá árinu 2017 kosið að minnast hans árlega með tónleikum og að þessu sinni verða þeir í Búðakirkju þann 15. október. Það er eins gott að grípa miða strax því aðeins þrjátíu eru í boði, kirkjan lítil en umhverfið einhvern veginn fullkomlega við hæfi Cohens og tónlistar hans. Hægt er að nota tækifærið og gista á Hótel Búðum og fullkomna þannig helgina. Miðarnir fást á tix.is.