Hér á landi líkt og í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum minnkar kjörsókn, nánast með hverjum kosningum. Lengi vel var áhuginn og þátttakan mun meiri hér en í nágrannalöndunum en núna nálgumst við óðum sama hlutfall og algengt er annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bagalegt því sinnuleysi borgaranna um þennan rétt þeirra til að hafa áhrif á stjórnarfar grefur undan lýðræðinu.