Karen B. Knútsdóttir er búsett í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum, Valentin Oliver Loftssyni, og börnum þeirra Atlasi Ara sex ára og Alísu Björt tveggja ára. Karen er ferðafræðingur að mennt og er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Hún lauk námi í ljósmyndun í Lausanne í frönskumælandi Sviss þar sem fjölskyldan bjó í tvö og hálft ár. Ástríða fyrir ljósmyndun hefur fylgt henni frá unglingsárum og Lausanne er borg þar sem auðvelt var fyrir ljósmyndaaugað að blómstra. Karen segir það hafa verið einstaklega gott að búa þar sem fjölskylda og lærði sonur þeirra að tala frönskuna í sínu skólaumhverfi og talar hann enn tungumálið reiprennandi þökk sé skólanum hans í Kaupmannahöfn. Karen ætlar að deila upplifun sinni af Lausanne sem er í miklu uppáhaldi og hún fékk að kynnast nokkuð vel. Á þeim tíma sem þau bjuggu í Sviss ferðuðust þau fjölskyldan einnig töluvert um Sviss og skoðuðum margar borgir, svissnesku sveitina, þýsku- og ítölskumælandi hluta landsins. En Lausanne er hjarta mínu sérstaklega kær og hugsa ég um borgina sem mitt annað heimili, segir Karen.