Cheryl Kara Ang er frá Singapúr en hefur búið á Íslandi síðan 2016. Cheryl hefur langan bakgrunn í tónlist, þá sérstaklega kvikmyndatónlist, og hefur starfað sem ráðgjafi í tónlistarbransanum á Íslandi síðustu ár, auk þess að starfa hjá CCP Games á Íslandi. Cheryl er líka hluti af öflugu listasamfélagi innflytjenda á Íslandi og segist vera í góðum samskiptum við sína samlanda hér á landi. Hún segir að með því að hafa flust til Íslands hafi hún fengið tækifæri til að stunda áhugamál sem hana hefði aðeins getað dreymt um í Singapúr, eins og listhlaup á skautum, sem hún stundar nú reglulega. Cheryl ætlar að veita okkur innsýn í jólin í Singapúr.