Matreiðslumanninum Ylfu Helgadóttur er margt til listanna lagt í orðsins fyllstu merkingu. Hún útskrifaðist sem matreiðslumaður 2010, matreiðslumeistari 2012, opnaði geysivinsæla veitingastaðinn Kopar 2013, sem hún rak til 2020, var meðlimur kokkalandsliðsins 2013-2017 og þjálfari liðsins árið þar á eftir. Þessa dagana er hún meistaranemi í lögfræði og kokkur fyrir landslið kvenna í fótbolta.
