Á föstudeginum langa eru krossbollur borðaðar á Bretlandseyjum, Írlandi, í Kanada og víðar. Þetta eru sætar, mjúkar og kryddaðar bollur skreyttar krossi. Margar sagnir og þjóðsögur eru tengdar þeim, meðal annars sú að þessar bollur muni ekki skemmast eða mygla það sem eftir er ársins frá páskum. Það hefur kannski bara aldrei reynt á það því þær eru einstaklega ljúffengar og því fljótar að klárast.