Hún fæddist inn í fátæka verkalýðsfjölskyldu og var send til að vinna í keramíkverksmiðjum Bristolborgar aðeins þrettán ára en vann sig upp í að verða einn vinsælasti keramíkhönnuður tuttugustu aldar. Clarice Cliff fór ekki troðnar slóðir í neinu og nýlega var frumsýnd kvikmynd byggð á lífi hennar í Bretlandi, The Colour Room.