Virpi Jokinen er fremsti skipulagsgúrú landsins og þann 6. október næstkomandi ræðir hún um hvernig gott skipulag getur nýst sem verkfæri. Fyrirlesturinn verður fluttur á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 17:30. Skipulagsleysi á heimilinu eða vinnustaðnum getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Virpi Jokinen rekur fyrirtækið Á réttri hillu og er fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, svo vitað sé.