Nýlega reis timburhús á horni Seljavegar og Nýlendugötu í fallega rústrauðum lit, smágert en byggt í anda húsanna í götunni. Samkvæmt húsakönnun sem gerð var árið 2003 kemur fram að Nýlendugata hafi myndast á síðari hluta 19. aldar samsíða Vesturgötu. Árið 1896 hlaut gatan nafn sitt eftir tómthúsinu Nýlendu sem stóð þar, en var síðar flutt í Árbæjarsafnið árið 1973.